Grikkland, Írland og Kýpur voru með lægra fjárfestingarstig en Ísland á árinu 2012. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Heildarfjármyndum í íslenska hagkerfinu er 14,9% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu sem er 4% lægra en meðaltal hjá ríkjum innan evrópska myntbandalagsins.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það umhugsunarefni hversu hægt hefur miðað í þá átt að ná fjárfestingu í eðlilegt horf eftir hrun bankakerfisins.