Forstjóri indverska lyfjafyrirtækisins Ranbaxy Laboratories reiknar með að söluferli Merck á samheitalyfjaeiningu sinni hefjist í næsta mánuði.

Malvinder Singh, sem staddur er á Davos-ráðstefnunni, sagði einnig að fjöldi fjárfestingasjóða hefði óskað eftir samstarfi, en Ranbaxy var fyrsta lyfjafyrirtækið til að opinberlega lýsa yfir áhuga á Merck-einingunni.

Á föstudaginn sagði Róbert Wessman, forstjóri Actavis, að fyrirtækið hefði valið þrjá erlenda banka til að fjármagna væntanlegt kauptilboð í samheitalyfjaeiningu þýska fyrirtækisins.

Sérfræðingar verðmeta samheitalyfjaeiningu Merck á 4-5 milljarða evra, eða um 360-400 milljarða króna.