Fjárfestingasjóðirnir Cinven og Texas Pacific hafa áhuga á að kaupa samheitalyfjaframleiðslu þýska lyfjafyrirtækisins Merck, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar.

Merck hefur staðfest að einingin sé hugsanlega til sölu og telja sérfræðingar að verðmiðinn sé rúmlega fjórir milljarðar evra.

Actavis, ásamt samheitalyfjarisunum Teva og Sandoz, hefur verið bendlað við samheitalyfjaeiningu Merck. Fjárfestingageta Actavis er talin vera um 3,5 milljarðar evra, en fyrirtækið hefur hins vegar góðan aðgang að lánsfé frá erlendum bönkum.