*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 2. maí 2019 17:12

Fjárfestingatekjur rífa upp hagnað VÍS

Fjárfestingatekjur VÍS jukust um þriðjung milli ára á síðasta ársfjórðungi, og hagnaður um 11%. Samsett hlutfall var 102,2%.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Eva Björk Ægisdóttir

Hagnaður tryggingafélagsins VÍS nam 936 milljónum á fyrsta ársfjórðungi og jókst um 11% milli ára samhliða þriðjungshækkun fjárfestingatekna. Spáð er 2,9 milljarða hagnaði fyrir skatta á árinu, og að samsett hlutfall verði 97,4%. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs sem sagt er frá í tilkynningu frá félaginu.

Iðgjöld tímabilsins námu 5,6 milljörðum og jukust um rúm 5% frá fyrra ári, og arðsemi eigin fjár var 6,5% og hækkar um 1,4 prósentustig. Fjárfestingatekjur námu hátt í 1,4 milljörðum króna og hækkuðu sem fyrr segir um tæp 34%, en félagið sendi frá sér jákvæða afkomutilkynningu fyrir um mánuði síðan, þegar ljóst var í hvað stefndi.

Samsett hlutfall félagsins var 102,2% á ársfjórðungnum, samanborið við 103,7% fjórðunginn á undan, og 97,3% á sama fjórðungi á síðasta ári.

Haft er eftir Helga Bjarnason, forstjóra félagsins, að forsvarsmenn félagsins séu mjög sáttir við niðurstöðuna.

Stikkorð: VÍS Helgi Bjarnason