*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 10. júlí 2017 12:15

Fjárfestir fúlgu fjár í gagnaver í Danmörku

Apple fjárfestir því sem jafngildir 144,8 milljörðum króna í gagnaver í Danmörku.

Pétur Gunnarsson
european pressphoto agency

Apple mun fjárfesta níu milljörðum danskra evra eða því sem jafngildir 144,8 milljörðum króna miðað við gengi dagsins í dag í nýtt gagnaver í Danmörku. Í frétt AFP fréttaveitunnar kemur fram að þetta er að gagnaverið verði keyrt á hreinni orku. 

Gagnaverið verður staðsett í Aabenraa og þar munu 50 til 100 manns starfa í verinu. Verkinu verður lokið á fyrri hluta árs 2019. Í verinu verða geymd gögn frá iMessages, svör Siri og niðurhal úr iTunes. Ofurtölvur Apple verða gífurlega heitar og því þarf mikla orku til að kæla þær niður. 

Að sögn forsvarsmanna Apple varð Danmörk fyrir valinu meðal annars vegna þess að þar er orkan 100% endurnýjanleg. Svipað gagnaver reis í Viborg í Norður Danmörku árið 2015 eins og Viðskiptablaðið hefur áður gert skil. Fyrirtækið fær yfir 30 MW frá dönskum orkuframleiðendum.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins um gagnaver hér á landi segja sérfræðingar að gífurlegir hagsmunir séu fólgnir í því að efla uppbyggingu gagnavera hér á landi. Þá er gagnaverauppbyggingu lýst sem næsta stóra sóknartækifæri íslensk atvinnulífs. 

Stikkorð: Apple Danmörk gagnaver