Bandaríski fjárfestirinn Marvin Pearlstein hefur höfðað mál gegn kanadíska farsímaframleiðandanum BlackBerry, forstjóranum Thorsten Heins og fjármálastjóra fyrirtækisins. Hann sakar þá um að hafa logið að fjárfestingum í fyrra og vænst of mikils af væntanlegum snjallsímum fyrirtækisins.

Bloomberg-fréttaveitan segir að í málshöfðun Pearlstein sé vísað til tilkynningar frá BlackBerry frá í september í fyrra sem gefi villandi upplýsingar um vænta sölu og horfur BlackBerry.

Þvert á væntingarnar hefur hallað mjög undan fæti hjá BlackBerry. Sala á snjallsímum fyrirtækisins hefur gengið verr en búist var við og hefur þurft að færa niður eignasafnið vegna birgða af óseldum símum. Þá hefur verið boðað að segja þarf upp 4.500 starfsmönnum sem jafngildir um 40% starfsflota BlackBerry. Ofan á allt saman standa yfir viðræður um kaup stærsta hluthafans á fyrirtækinu með manni og mús.