Það fyrsta sem Björg Kjartansdóttir, fjárfestingarstjóri Arev NII sjóðsins, skoðar áður en hún tekur ákvörðun um að fjárfesta í fyrirtæki er hvort, hvenær og hvernig sjóðurinn geti selt fjárfestinguna. „Sjóðir eins og þessi eru með fyrirfram ákveðinn líftíma og ákveðið fjárfestingartímabil. Sjóðurinn getur ekki skilað tilætlaðri ávöxtun nema hægt sé að selja fjárfestinguna og því er mikilvægt að hafa það á hreinu hvernig það verður gert.“

Arev NII var stofnaður árið 2012, en starfsemi hans er að fara á fulla ferð núna. Áskriftarfjárhæð sjóðsins er rúmir 3,3 milljarðar króna og eigendur hans eru lífeyrissjóðir og eitt tryggingafélag.

„Þetta er þriðji sjóðurinn sem er í stýringu hjá Arev og tekur í raun við af Arev NI sem verður slitið á næsta ári þegar allar fjárfestingar hans hafa verið seldar. Sjóðurinn mun einbeita sér að fjárfestingum í minni og meðalstórum fyrirtækjum á sviði smásölu, innflutningsverslunar, létts iðnaðar og þjónustu. Hann mun fjárfesta í félögum sem sameiginlega má kalla neytendavörutengd fyrirtæki, enda stendur N-ið í nafni sjóðsins fyrir neytendavörumarkað,“ segir Björg.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .