„Við ákváðum að það væri nóg af öðrum fjárfestingarkostum á meðan þessi óvissa var að skýrast,“ sagði Þórður Pálsson, forstöðumaðuri fjárfestinga hjá Sjóvá, á fundi VÍB um skráningu félagsins. Þar var hann spurður út ástæður fyrir því að félagið hafi fjárfest lítið í bréfum Íbúðalánasjóðs.

Þórður nefndi að mikil óvissa hafi verið í kringum bréfin og að álag hafi hækkað á þeim. Hann segir að eign þeirra í skuldabréfi Landsvirkjunar hafi gert það að verkum að félagið þurfti að kaupa önnur löng verðtryggð skuldabréf. „Við létum okkur nægja að eiga í HFF14,“ sagði Þórður en það er þau bréf Íbúðalánasjóðs með stystan líftíma.