Vefmiðillinn Northstack hefur tekið saman tölur yfir fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á öðrum ársfjórð­ungi. Fjárfestingarnar voru fjórar talsins og námu þær alls 14 milljónum dollara eða því sem jafngildir um 1,5 milljörðum króna.

Fyrirtækin fjögur voru Meniga, Takumi, TripCreator og Mink Campers. Fjárfest var í Meniga fyrir 8,3 milljónir dollara og í Takumi fyrir 4 milljónir dollara. Stærstur hluti fjárfestingarinnar kom frá útlöndum eða 70%.

Talsverð aukning var í fjárfestri upphæð frá sama ársfjórðungi í fyrra, en hún jókst um 240% á milli ára, vegna tveggja stórra fjárfestinga, hjá Meniga og Takumi.

„Það er mjög jákvætt hve mikið af erlendu fjármagni var að koma inn, og kemur upp á móti fækkun fjárfestinga þar sem íslenskir sjóðir eru í aðalhlutverki,“ segir Kristinn Árni L. Hró­ bjartsson, ritstjóri Northstack, í samtali við Við­skiptablaðið.