Fjárframlög næsta árs til Ríkisútvarpsins verða þau sömu að raungildi og þau voru á þessu ári. Í fjárlögum ársins 2015 var Ríkisútvarpinu úthlutað 3.663,2 milljónum króna af almannafé.

Þetta kemur fram í frétt Menntamálaráðuneytisins um málið. Hana má lesa hér.

Það jafngildir tæpum 3.725 milljónum króna á núgildandi verðlagi, en samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að fjárframlög til Ríkisútvarpsins árið 2016 verði 3.725 milljónir króna. Upphæðin er því sú sama á þessu ári og á því næsta, að raungildi.