„Það liggur fyrir að fjárframlögin eigi að lækka um tæplega 40 milljónir króna. Mér sýnist að þá þurfi að fækka um fimm til sex starfsmenn en hér starfa alls 29. Ég er búin að fara á fund til fjárlaganefndar. Málið er ekki útkljáð en mér heyrist að það eigi ekki að breyta þessu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, í samtali við Fréttablaðið .

Bryndís segir ekki ljóst á hvaða verkefnum embættisins fækkunin kæmi niður. „En maður hefur náttúrlega áhyggjur af því hvernig vinna á úr þeim gögnum sem við fáum,“ segir Bryndís. Segir hún jafnframt að verði ekki breytingar á fjárheimildunum á næsta ári blasi við að segja þurfi upp starfsmönnum nú í desember.