Fjárhæð endurhverfanlega samninga hefur aldrei verið hærri og er nú 96,8 milljarða króna, segir greiningardeild Kaupþings banka.

Fjárhæð þessara samninga hafði áður farið hæst í rúmlega 90,8 milljarðar. Það var í mars 2002.

Seðlabanki Íslands veitir lausafé út til bankastofnana með 7 daga lánum með veði í ákveðnum verðbréfum með sk. endurhverfanlegum samningum (e. repo), segir greiningardeildin.

Það er síðan vextir af þessum lánum sem eru stýrivextir bankans og hafa áhrif á lausafjárkostnað bankakerfisins.

Hækkandi staða bendir til aukins lausafjárskorts í bankakerfinu. Staða endurhverfanlega viðskipta hækkaði mjög hratt í lok síðustu uppsveiflu á árunum 2000 til 2002 en lækkaði mjög hratt undir lok árs 2003.

Hækkandi staða setur aukinn kaupþrýsting á "Repo-hæf" bréf líkt og bréf útgefin af Lánasýslu Ríkisins og Íbúðalánasjóði.

Bæði Lánasýsla Ríkisins og Íbúðalánasjóður verða nettó kaupendur af skuldabréfum í ár og mun framboð Repo-hæfra bréfa fara lækkandi.