Orkuveita Reykjavíkur hefur birt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og áætlun til næstu fimm ára, þ.e. 2017-2021. Fjárhagsáætlunin hefur verið samþykkt af stjórn OR og mun núna fara til Reykjavíkurborgar til umfjöllunar.

Í tilkynningunni segir að „festa í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og dótturfélaga mun skila góðri afkomu og traustari fjárhag á næstu árum þrátt fyrir talsverðar fjárfestingar.“ Sérstaklega er bent á aðhaldsaðgerðir sem gripið var til vorið 2011, höfðu um mitt ár 2015 þegar skilað betri sjóðstöðu en áformað var að ná í árslok 2016.

Fjárfestingar OR hafa aukist smátt og smátt frá árinu 2013 en á næsta áru lýkur uppbyggingu nýrra fráveitna á Vesturlandi og á árunum eftir það taka við hefðbundnari endurnýjunar- og nýfjárfestingar í veitukerfum.

Samkvæmt útkomuspá sem er einnig birt í fjárhagsáætluninni þá mun OR hagnast um tæpa 7,3 milljarða á árinu 2015.