Fjárhagsáætlun Bolungarvíkur fyrir árið 2009 var samþykkt í vikunni með fjórum atkvæðum en þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins Besta á Ísafirði en fjármál sveitafélagsins hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið og má segja að sveitafélagið sé í gjörgæslu Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna mikilla skulda sveitafélagsins.

Samkvæmt nýrri fjárhagsætlun er helstu breytingar á gjaldskrám og fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu þær að tekjur frá Jöfnunarsjóði eru áætlaðar 132,7 milljónir króna í stað 138 milljóna króna.

Munar þar mest um að fasteignaskattsjöfnun lækkar um 4 milljónir og útgjaldajöfnunarframlag er áætlað 1,3 milljónum lægra en í frumvarpinu til fyrri umræðu.

Þá er gerir fjárhagsáætlun ráð fyrir að skatttekjur sveitarfélagsins verði 317 milljónir króna en þar af er útsvarið 287 milljónir og fasteignaskattur 30 milljónir.

Sjá nánar á vef Bæjarins Besta.