Vegna umfjöllunar síðustu daga um sjávarútveg og fyrirtæki í þeirri grein hefur Útgerðarfélag Reykjavíkur sent frá sér tilkynningu þar sem það er áréttað að í framhaldi af tilkynningu til kauphallar fyrir fáeinum dögum um viðskipti ÚR og KG fiskverkunar ehf. á Rifi með hlutabréf í Brimi hf. sé ástæða til að greina frá að ÚR keypti jafnframt 33.3% hlut KG fiskverkunar í eignarhaldsfélaginu Kristján Guðmundsson ehf. sem á um 37% hlut í ÚR.

„Eftir þessi viðskipti á Hjálmar Kristjánsson enga eignaraðild að ÚR og hverfur frá öllum stjórnunarstörfum í félaginu. Þar með eru rofin fjárhagsleg tengsl á milli bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona. Eignarhald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskilið. ÚR og tengd félög fara nú með um 46,26% af heildarhlutafé í Brimi,“ segir í tilkynningunni.