*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 9. mars 2015 09:06

Fjárhagsupplýsingar með auðveldari hætti

Með nýrri þjónustu Kóða er hægt að nálgast fjárhagsupplýsingar skráðra íslenskra fyrirtækja.

Ritstjórn
Thor Thors, stofnandi og framkvæmdastjóri Kóða.
Haraldur G. Thors

Hugbúnaðarfyrirtækið Kóði hefur hafið dreifingu á nýrri þjónustu, Company Reports, sem eru fjárhagsupplýsingar íslenskra fyrirtækja með skráð hlutabréf í Kauphöllinni.

Með þessari nýjung er nú hægt að nálgast upplýsingar úr árs- og árshlutareikningum fyrirtækja með auðveldari hætti og innan sólarhrings eftir að þeir eru birtir.

Einar Oddsson, vörustjóri Kóða, segir margvíslega möguleika vera innan lausnarinnar en notandinn getur til að mynda valið hvort hann sækir ársfjórðungsupplýsingar eða uppsafnaðar tölur fyrir fyrstu sex, níu eða tólf mánuði ársins.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér.

Stikkorð: Kóði Einar Oddsson