Gengið hefur verið frá samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu við lánveitendur og hluthafa kísilversins PCC á Bakka við Húsavík. Meðal hluthafa félagsins eru Íslandsbanki og íslenskir lífeyrissjóðir, í gegnum samlagshlutafélagið Bakkastakk. Endurskipulagningunni er ætlað að styrkja lausafjárstöðu kísilversins, sem ku vera slæm. Markaðurinn greinir frá þessu.

Heimildir Markaðarins herma að samkomulagið feli í sér að PCC á Bakka fái frest á greiðslur vaxta og afborgana. Þá muni þýska félagið PCC SE, eigandi 86,5% hluts í kísilverinu að Bakka, leggja fram 5,6 milljarða króna í reksturinn í formi hluthafaláns. Eftirstandandi 13,5% eru í eigu Bakkastakks.