Dótturfélag Sólbjargs, TravelCo Nordic í Danmörku, áður Primera, gengur í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þar í landi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka, en bankinn tók yfir rekstur TravelCo fyrir rúmu ári síðan vegna vanefnda fyrirtækisins við bankann.

Travelco Nordic tapaði 206 milljónum danskra króna í fyrra, jafnvirði um 3,8 milljarða íslenskra króna miðað við meðalgengi síðasta árs, og 156 milljónum danskra króna árið 2018, um 2,7 milljarðar íslenskra króna, samkvæmt nýlega birtum ársreikningi félagsins í dönsku fyrirtækjaskránni.