Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt frumvarp til fjárlokalaga fyrir árið 2014 fram á Alþingi.

Fjárheimildir samkvæmt fjárlögum voru 657,3 milljarðar og útgjöld samkvæmt ríkisreikningi voru 642,5 milljarðar króna. Fjárheimildastaða í lok árs var því jákvæð um 14,8 milljarða króna, eða um 2,25% af heildarfjárheimildum ársins. Mestar eru afgangsheimildir hjá fjármálaráðuneytinu eða 5,1 milljarður og öll ráðuneytin eru innan heildar fjárheimilda nema innanríkisráðuneytið sem fór 1,1 milljarð umfram heildar heimildir.

Árslokastaða fjárheimilda skiptist í 33,5 mia.kr. afgangsheimildir og 18,7 mia.kr. umframgjöld einstakra fjárlagaliða. Velferðaráðuneytið er með mestu umframgjöldin eða tæpa 7,3 milljarða og fjármálaráðuneytið er með ríflega 6,5 milljarða umframgjöld.