Heildarafkoma ríkissjóðs er áætluð nálega 1,3% af vergri landsframleiðslu árið 2018, eða um 35 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins kynnir nú.

Um nokkra aukningu er að ræða frá frumvarpinu fyrir árið 2017 en þau voru samþykkt með 24,7 milljarða afgangi, en minni en samkvæmt fjárlögum næsta árs sem samþykkt voru tveim dögum áður en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar þáverandi forsætisráðherra féll.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma var þá stefnt að 44 milljarða afgangi. Nú er gert ráð fyrir 840 milljarða tekjum ríkisins, en liðurinn gjöld og afkoma tekur 733 milljarða, vaxtagjöld taka 72 milljarða og eru þá 35 milljarðar eftir eins og áður sagði.