Nú er það ljóst að haustþing kemur ekki saman fyrr en að loknum kosningum. Þetta hefur þau áhrif að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 — verður ekki lagt fram fyrr en í fyrsta lagi í nóvember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á síðasta ári kom fjárlagafrumvarpið fram þann 8. september. Undir venjulegum kringumstæðum kæmi frumvarpið út í kringum þennan tíma árs og stendur í lögum um opinber fjármál kemur fram að fjármálafrumvarp skuli vera lagt fyrir á fyrsta fundi haustþings. Ef að það verður einhvers konar stjórnarkreppa — þ.e. að stjórnarmyndunarumræður ganga brösuglega fyrir sig, gæti það haft þá afleiðingu að það tefjist enn frekar að leggja fram fjárlagafrumvarpið.

Bagalegt fyrir ríkisstofnanir

Rætt er við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans í Fréttablaðinu. Hann telur það óþægilegt að búa við óvissu. Tekur hann fram að það fari á ári hverju mikil vinna í að skoða fjárlagafrumvarpið af stjórnendum spítalans.

Haft er eftir Birni Karlssyni, formanni Félags forstöðumanna ríkisstofnana, að það sé „bagalegt“ að frumvarpið komi seint fram og að það setji meiri pressu og þrýsting á rekstraráætlanir.