Fjárlagahalli bandaríska alríkissjóðsins nam 871 milljarði dala fyrstu sjö mánuði fjárlagaársins, sem hófst í byrjun október.

Hallinn frá byrjun október til apríl jókst um 70 milljarða dala sem er 8% hækkun milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings (e. Congressional Budget Office) frá því í gærkvöldi. Skrifstofan er óháð stofnun innan þingsins.

Fjárlagaskrifstofan spáði fyrr á árinu að fjárlagahallinn yfir tólf mánaða tímabil yrði 1.400 milljarða dala.