Fjárlaganefnd Alþingis heimsótti Fangelsið Litla-Hraun í gær að ósk nefndarinnar, en nefndin vitjaði ýmissa staða á Suðurlandi í gær að undanskildum formanni hennar sem forfallaðist.

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins, funduðu með nefndarmönnum og sýndu þeim fangelsið.

Á fundinum var farið yfir þau mál sem efst eru á baugi á Litla-Hraun svo sem uppbyggingu fangelsisins. Fastir starfsmenn fangelsisins eru 49.

Rúmur milljarður í fangelsin

Í fjárlögum ársins 2008 er gert ráð fyrir að rekstur Fangelsismálastofnunar ríkisins kosti rúman einn milljarð króna.