Gert er ráð fyrir 36 miljarða króna halla á ríkissjóð á næsta ári samkvæmt fjárlögum sem lögð voru fyrir alþingi nú kl. 16.

Þannig er gert ráð fyrir 44 milljarða króna viðsnúningi á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Stærstur hluti þess kemur til með beinum niðurskurði eða 28 milljarðar króna.

Þessu utan eru fyrirhugaðar aðgerðir sem fela í sér að ekki er gert ráð fyrir hækkunum á launum ríkisstarfsmanna né hækkun á grunnfjárhæðum bótakerfisins. Þetta tvennt á samkvæmt frumvarpinu að spara ríkinu 5 milljarða króna.

Þá er gert ráð fyrir skattahækkunum sem skila á ríkissjóð 8 milljörðum króna en auk þess er gert ráð fyrir skatttekjum upp á 3 milljarða króna sem koma til vegna greiðslna úr séreignasparnaði landsmanna.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs nemi á næsta ári 477,4 milljörðum króna og að þær aukist þannig um 24 milljarða frá árinu 2010.

Á sama tíma er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins nemi um 513,8 milljörðum króna sem útskýrir fyrrnefndan 36 milljarða króna. Það þýðir að fjárlagahallinn verður um 2,1% af vergri landsframleiðslu.