Halli á ríkissjóði á næsta ári verður um 37,3 milljarðar króna nái hugmyndir meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga en lokaumræða um fjárlög næsta árs fóru fram í gær. Dregið hefur nokkuð úr niðurskurði frá því sem áður var áformað. Heildartekjur ríkissjóðs á rekstrargrunni á næsta ári verða 472,5 milljarðar króna en gjöld 509,8 milljarðar. Eftir aðra umræðu voru tekjur áætlaðar 466 milljarðar en gjöld rúmlega 500 milljarðar. Hallinn þá var því um 34 milljarðar króna. Munurinn á tekjuhliðinni liggur að mestu í skatti sem lagður verður á fjármálastofnanir en endaleg útfærsla á honum liggur ekki fyrir enn.

Niðurskurður til velferðarmála verður umtalsvert minni en ráðgert hafði verið. Í upphaflega framsettu fjárlagafrumvarpi var gert ráð fyrir 36,4 milljarða króna halla.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .