Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012  var samþykkt á Alþingi fyrir stundu, með 31 atkvæði gegn 3 atkvæðum þingmanna Hreyfingarinnar.

Aðrir stjórnarandstöðu þingmenn, eða 23 þingmenn, sátu hjá við atkvæðagreiðslu. Sex þingmenn voru fjarverandi.

Samkvæmt frumvarpinu verður fjárlagahalli næsta árs 20,7 milljarðar króna, en upphafleg drög að frumvarpinu gerðu ráð fyrir 17,7 milljarða króna halla. Þá gera fjárlögin ráð fyrir því að tekjur ríkisins verði 522,9 milljarðar króna á næsta ári en heildargjöld 543,7 milljarðar.