Fyrirtæki innan Evrópusambandsins ætla sér að auka fjármagn í rannsóknar- og þróunarstarf samkvæmt könnun innan sambandsins. Auka á fjármagn um 4% árlega á árunum 2012 til 2014. Þetta kom fram í máli Svönu Helen Björnsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, á haustþingi Rannís. Haustfundurinn var haldinn á Grand hótel í gær þar sem fjármögnun rannsókna var rædd. Hún sagði jafnframt að það þyrfti að efla tæknimenntun og styrkja nýsköpun.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fjallaði einnig um að meira fjármagn þyrfti að fara í nýsköpun en á réttan hátt. Skattgreiðendur væru ekki tilbúnir til að greiða fyrir ofvaxið húsnæði og háan stjórnunarkostnað.