Húsfyllir var á á fundi Nasdaq Iceland, Viðskiptablaðsins og Háskólans í Reykjavík um auknar heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á markaðstorgi, sem fram fór í morgun. Á fundinum héldu Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland og Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta hjá Meniga, erindi. Að erindunum loknum hófust pallborðsumræður þar sem Frosti Sigurjónsson þingmaður tók þátt.

Frosti sagðist hafa áhyggjur af því hversu lengi fjármagn íslenskra fjárfesta sé fast í smærri fyrirtækjum eins og staðan er nú. Hann þekki það af eigin raun. „Ég batt á sínum tíma mitt fjármagn í um 15 ár. Eftir það hafði ég lítið að gera og þess vegna fór ég á þing,“ sagði hann léttur í bragði. Lausn á þessum vanda sé að hans mati meðal annars að þessi fyrirtæki getið skráð sig á skipulegan verðbréfamarkað þar sem hlutir í þeim geti gengið kaupum og sölum.

Ásthildur Margrét Otharsdóttir
Ásthildur Margrét Otharsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Kristján Freyr Kristjánsson
Kristján Freyr Kristjánsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Páll Harðarson
Páll Harðarson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klak Innovit, Halla Hrund Logadóttir forstöðumaður orkuseturs hásskóla íslands
Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klak Innovit, Halla Hrund Logadóttir forstöðumaður orkuseturs hásskóla íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Dögg Hjaltalín
Dögg Hjaltalín
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)