Sólfar Studios er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sýndarveruleika en félagið hefur lokið fjármögnun sem nemur um 285 milljónum íslenskra króna, eða tveimur milljónum evra.

Fjárfestarnir eru hópar íslenskra, finnskra og kínveskra fjárfestingasjóða: NSA, Shanda Group, Inventure og Reaktor Ventures. Tilkynnt var um fjármögnunin á Slush ráðstefnunni, en það er alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika.

Fyrr á árinu tilkynnti Sólfar Studios að félagið hefði lokið hlutafjáraukningu með aðkomu innlendra og erlendra fjárfesta.

Stofnendur Sólfars eru Reynir Harðarson, Kjartan Pierre Emilsson og Þorsteinn Högni Gunnarsson en þeir hafa allir unnið í tölvuleikja og hugbúnaðargeiranum í liðlega 20 ár, nú síðast hjá CCP þar sem þeir voru í stjórendahóp til margra ára og í tilfelli Reynis meðstofnandi þess félags.