© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sherwood Ness, forseti Crowdfund Capital Advisors í Bandaríkjunum og sérfræðingur í að byggja upp fyrirtæki með framúrskarandi árangri, mun halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á miðvikudag. Sherwood er reynslubolti á sviði fjármögnunar fyrirtækja. Hann er jafnframt sprottinn upp úr sama jarðvegi og þeir sem hann talar til.

NEss stofnaði fyrirtækið Flavorx Inc ásamt fleirum og vann hann fyrir það til frumkvöðlaverðlauna Ernst & Young ásamt því að hljóta Inc. 500 verðlaunin þrjú ár í röð fyrir að byggja upp fyrirtæki í örum vexti.

Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík að Neiss er frumkvöðull og fjárfestir með mikla reynslu af því að leggja fé í ný fyrirtæki. Hann hefur jafnframt látið til sín taka í málefnum tengdum endurbótum á reglugerðum varðandi fjöldafjármögnun ( crowdfunding ). VentureBeat ( venturebeat.com ) tilnefndi í janúar á þessu ári Neiss sem einn helsta hugmyndasmið nútímans í málefnum tengdum fjöldafjármögnun. Þá var Neiss einn þeirra sem samdi löggjöf um reglugerð vegna fjöldafjármögnunar sem var notuð í JOBS – löggjöfinni sem Obama Bandaríkjaforseti lögfesti árið 2012.