Mikill meirihluti landsmanna vill að það svigrúm sem skapast í samningum við kröfuhafa föllnu íslensku bankanna verði nýtt í að lækka verðtryggð lán heimilanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem MMR gerði dagana 9.-13. ágúst fyrir Viðskiptablaðið.

Spurt var: Ef fjárhagslegt svigrúm myndast í samningum við kröfuhafa þrotabúa hinna föllnu íslensku banka, hvort viltu frekar að því sé varið í lækkun skulda ríkisins eða í lækkun verðtryggðra lána heimilanna? Svarendum gafst kostur á því að velja annan hvorn möguleikann. Þriðji möguleikinn var að segja hvorugt, að svigrúminu yrði varið í eitthvað annað.

59,2% þeirra sem tóku afstöðu vilja að þetta svigrúm yrði notað til þess að lækka verðtryggð lán. 37% vilja að slíkt svigrúm yrði nýtt til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, en 3,7% myndu hvorugt vilja. Fleiri konur en karlar vilja að þetta svigrúm yrði nýtt til að lækka verðtryggðar skuldir heimilanna, eða 64,1% á móti 55,0%.

Ítarlega frétt um könnunina má lesa í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .