Fjármagnskostnaður Ríkisútvarpsins er um 600 milljónir króna á ári, en heildarskuldir fyrirtækisins eru nú um 6,4 milljarðar króna. Samkvæmt úttekt sem PwC gerði á fjárhag félagsins kemur fram að félagið sé yfirskuldsett og skapi ekki nægt sjóðsstreymi til að standa undir greiðslum næsta árs afborgana og vaxtagreiðslna.

Í kynningu sem unnin var fyrir þingmenn kemur fram að vegna viðvarandi rekstrarvanda og smáskammtalækninga undanfarin ár hafi nauðsynlegum fjárfestingum ítrekað verið slegið á frest og er metið að uppsöfnuð fjárfestingarþörf fyrirtækisins næstu árin sé um 1,5 milljarður króna.