Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði 25 milljónum Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi síðasta árs eða 3 centum á hvern hlut, samanborið við 1,4 milljarða dala tap á sama tíma árið áður eða 2,1 dölum á hvern hlut.

Tap Delta, sem er stærsta flugfélag heims eftir yfirtökuna á Northwest Airlines árið 2008, er nokkuð umfram væntingar greiningaraðila sem höfðu reiknað með minni fjármagnskostnaði hjá félaginu en raun bara vitni.

Tekjur félagsins voru hækkuðu hins vegar á fjórða ársfjórðungi um 1% á milli ára og námu 6,8 milljörðum dala á meðan almennur rekstrarkostnaður lækkaði um 12% á milli ára en félagið hafði allt síðasta ár farið út í miklar hagræðingaraðgerðir, meðal annars með stórfelldum uppsögnum starfsmanna, sem skiluðu sér á síðara ársfjórðungnum.

Hins vegar er það fjármagnskostnaður sem er að hluta til að sliga félagið og útskýrir tapið á fjórða ársfjórðungi en félagið greiddi niður skuldabréfaflokka sem voru á gjalddaga á tímabilinu. Í tilkynningu Delta kemur fram að mun færri, og minni, gjalddagar séu á þessu ári og því megi gera ráð fyrir minni fjármagnskostnaði fyrir árið 2010.