Samkvæmt frumvarpi um breytingar á skattkerfinu mun fjármagnstekjuskattur hækka úr 18% í 20% um áramót.

Þannig hefur hann hækkað um 100% á 18 mánuðum en hann var 10% áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum.

Fjallað er um breytingar á skattkerfinu, sem í flestum tilfellum fela í sér hækkanir, í ítarlegi úttekt í Viðskiptablaðinu.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs á hækkunin að skila ríkissjóði um 1,5 milljörðum króna aukalega í tekjur.

Í nýlegri úttekt Viðskiptaráðs kemur fram að sú hækkun sem þegar hefur átt sér stað hafi ekki skilað ríkinu þeim tekjum sem upphaflega voru áætlaðar. Hafa skal í huga að fjármagnstekjuskattur er mjög hreyfanlegur og því alls óvíst hvort hækkunin nú skili ríkinu þeim 1,5 milljörðum sem áætlað er á næsta ári. Það mun tíminn einn, sem og hegðun fjármagnseigenda, leiða í ljós.