Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau hyggist leggja flatan 18% skatt á allar fjármagnstekjur, samkvæmt umfangsmiklum skattabreytingum sem Alistair Darling fjármálaráðherra, greindi frá á þriðjudaginn, en lögin taka gildi 6. apríl á næsta ári. Hann sagði að með því að koma á flatri skattprósentu á fjármagnstekjur fyrir alla fjárfesta yrði kerfið bæði "einfaldara og sjálfbærara", auk þess sem það myndi tryggja að þeir sem starfa við fjárfestingar borgi "réttlátari hlut" í sameiginlega sjóði almennings.

Nánar er fjallað um þetta mál á bls. 9 í Viðskiptablaðinu í dag.