Hið opinbera hafði á síðasta ári um 150 milljarða króna í tekjur af skattheimtu á fjármagn á síðasta ári eða um 20% af heildarskatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Fjármagnstekjuskattur á Íslandi er 20% og er almennt lægri en gengur og gerist á öðrum Norðurlöndum. Fjármagnstekjuskattur leggst á nafnávöxtun fjármagns en það þýðir að verð­ bólga veldur því að skattlagningin verður hærri á sparnað en ella. Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, benti á þessa neikvæðu afleið­ingu fyrirkomulags við innheimtu fjármagnstekjuskatts á fundi VÍB um stöðu og stefnu íslensks skattkerfis í síðustu viku.

Í erindi sínu fjallaði Björn um hvaða áhrif skattkerfið hefði á hegðun og lífskjör fólks og nefndi í því sambandi að fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts drægi ekki aðeins úr hvata fólks til að spara heldur ýtir það einnig undir áhættusækni. Í dæmi sem hann notaði máli sínu til stuðnings tók hann fyrir nafnávöxtun áhættulausrar eignar frá síðustu aldamótum. Á meðan það fjármagn ávaxtast um átta prósentustig má gera ráð fyrir því að verðmæti hennar rýrni um tæp sex prósent vegna verðbólgu. Þannig yrði raunávöxtun fjárfestingarinnar 2,3%. Þar sem fjármagnstekjuskatturinn er síðan lagður á nafnávöxtun verð­ ur skattheimtan 1,6% eða um 72% af raunávöxtun fjárfestingarinnar.

Eiginlegur fjármagnstekjuskattur
Eiginlegur fjármagnstekjuskattur

Íslendingar spara of lítið

„Það hefur farið hátt í umræðunni og Seðlabankinn hefur m.a. bent á það að Íslendingar spara of lítið og við teljum að skattkerfið og hinn hái fjármagnstekjuskattur á sparnað sé stór áhrifaþáttur í því samhengi,“ segir Björn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .