*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 24. október 2018 12:20

Fjármagnstekjuskatturinn íþyngjandi

Í dag er skattprósentan um 22% og hefur sú prósenta hækkað um 10% á innan við áratug og um 2 prósentustig um síðustu áramót.

Ritstjórn
Hús atvinnulífsins, Borgartún 35.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptaráð Íslands hefur birt stutt myndband þar sem fjármagnstekjuskattur er útskýrður, en Viðskiptaráð gefur reglulega út myndbönd um hin ýmsu málefni sem útskýrð eru á einni mínútu.

Í myndbandinu er útskýrt hvernig fjármagnstekjuskattur sé lagður á eignatekjur fólks, til dæmis vexti, leigutekjur, söluhagnað og arðgreiðslur. Í dag er skattprósentan um 22% og hefur sú prósenta hækkað um 10% á innan við áratug og um 2 prósentustig um síðustu áramót. 

Ýmsar ástæður eru fyrir því að skattprósenta fjármagnstekjuskatts er minni heldur en á launatekjum. Tvær meginástæður þessa er í fyrsta lagi að þegar er búið að greiða 20% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækja, þegar einstaklingur greiðir skatt af arðgreiðslum en í öðru lagi tekur fjármagnstekjuskatturinn ekki tillit til verðbólgu. 

Fyrr á þessu ári gaf Viðskiptaráð Íslands út skoðun þar sem fjallað er um samspil verðbólgu, ávöxtunar og fjármagnstekjuskatts. Í þeirri skoðun kemur meðal annars fram að meiri verðbólga leiði af sér hærri fjármagnstekjuskatt sem leiði af sér auknar tekjur í ríkissjóð. Þannig verður minni hvati fyrir stjórnvöld að halda aftur af verðbólgu. Sökum þessa hefur verið boðuð endurskoðun á stofni fjármagnstekjuskatts.

Þá er einnig bent á að neilvæð áhrif fjármagnstekjuskatts séu víðtækari en virðist í fyrstu. Meðal annars getur núverandi fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts valdið meiri sveiflum í sparnaði. Hins vegar myndi skattlagning raunávöxtunar í stað nafnávöxtunar draga úr sveiflum í ávöxtun, þar sem raunávöxtun eftir skatt er stöðugri ef raunávöxtun er skattlögð. Sveiflur í ávöxtun geta jafnframt dregið úr hvata fólks til að spara þar sem fleiri eru áhættu fælnir en áhættusæknir en núvernandi fyrirkomulag ýtir undir áhættusækni.

Myndbandið má nálgast hér og skoðunina í heild sinni hér.

Stikkorð: Viðskiptaráð Íslands
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is