„Aðferðin sem er notuð ofmetur kerfisbundið rentuna“, segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Ábendingar um galla í útreikningum á þeim stofni sem veiðigjaldið er reiknað af er að finna í greinargerð sem Daði Már skrifaði og fylgir frumvarpi til breytingar á lögum um veiðigjald.

Innheimta auðlindagjalda er ein helsta breytingin verði ný lög um veiðigjöld og stjórn fiskveiða samþykkt. Með auðlindagjaldi er ætlunin að tryggja hinu opinbera hlut í þeim hagnaði sem myndast við nýtingu auðlindar. Þá er átt við þær tekjur sem verða til umfram tilkostnað að teknu tilliti til eðlilegrar ávöxtunar fjármagns í starfseminni.

Bent hefur verið að sá stofn sem notaður er til að reikna þetta gjald af sé ekki endilega sá rétti. Það geti því leitt til þess að gjaldið sé tekið af röngum stofni og greinin því ofskattlögð. Fjármagnsþörf greinarinnar sé vanmetin miðað við þær forsendur sem gengið er út frá.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.