Nils Skutle, fyrrum formaður Rosenborg, hélt erindi á fundi VÍB um fjármál í fótbolta í Hörpu í morgun. Eftir erindi hans ræddi hann við Baldur Stefánsson, varaformann knattspyrnudeildar KR og Jón Rúnar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH, í pallborði. Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri VÍB stýrði fundinum.

Á honum var rætt um uppbyggingu norska knattspyrnuliðsins Rosenborgar og árangur þeirra í Evrópukeppnum en liðið komst ellefu sinnum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á þeim árum sem Nils var við stjórnvölin.