Tveir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa sagt af sér og gagnrýnt framferði Boris Johnson forsætisráðherra. Um er að ræða Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra.

Í færslu á Twitter segir Sunak að breskur almenningur ætlist réttilega til þess að ríkisstjórnin hegði sér „almennilega, af kostgæfni og alvarlega“. Hann segir þess virði að berjast fyrir þessum kröfum og því hafi hann ákveðið að segja af sér. Þá segist Javid ekki hafa getað starfað áfram með góðri samvisku.

Afsögn Sunak og Javid kemur í kjölfar þess að 148 þingmenn kusu með vantrauststillögu á Johnson í byrjun júní sem var þó felld af meirihluta þingsins. Þá bárust einnig fréttir í vikunni um að Johnson hefði skipað Chris Pincher í embætti varaformanns Íhaldsflokksins eftir að hafa fengið fregnir af kvörtunum um óviðeigandi hegðun.