*

mánudagur, 17. júní 2019
Fólk 19. mars 2019 09:29

Fjármálastjóri Sýnar hættir

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Sýnar lætur af störfum sama dag og forstjórinn.

Ritstjórn
Hrönn Sveinsdóttir hættir 1. júní sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Sýnar.
Haraldur Guðjónsson

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Sýnar hefur ákveðið að láta af störfum sem fjármálastjóri fyrirtækisins frá og með 1. júní 2019. Hrönn hefur starfað hjá Sýn frá árinu 2005 sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs.

Hrönn hefur borið ábyrgð á fjármálum, mannauðsmálum og miðlægum rekstri félagsins og meðal annars tekið þátt í að leiða félagið í gegnum miklar breytingar, þ.m.t. skráningu í Kauphöll, nú nýverið samruna við 365 sem og innleiðingu á „BESTA" starfsmannaumhverfi að Suðurlandsbraut 8-10, hugmyndafræði sem Vodafone Group hefur innleitt víðsvegar um heiminn.

Hrönn er þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og mikilvægt framlag í gegnum árin í fréttatilkynningu frá félaginu. Uppsögn hennar bætist við ákvörðun Stefán Sigurðssonar forstjóra félagsins um að hætta, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í lok febrúar mun hann starfa hjá félaginu til og með sama degi, 1. júní.

Um miðjan janúar bárust svo þær fréttir að bæði Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Miðla, og Ragnheiður Hauksdóttir, forstöðumaður einstaklingssviðs hefðu látið af störfum, en tilkynnt var um ráðningu þeirra beggja í störfin undir lok árs 2017. Þannig er Hrönn fjórði stjórnandinn hjá félaginu sem látið hefur af störfum á rúmlega tveimur mánuðum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is