Bandarísk hlutabréf féllu í verði í dag eftur að sérfræðingar breyttu hagnaðarspám fyrir verðbréfafyrirtæki til hins verra og bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet sagði að tryggingageirinn yrði arðminni í ár en áður var talið.

Standard & Poor's 500 féll um 0,3%, Dow Jones féll um 0,4% og Nasdaq féll um heilt prósentustig.

Fjármálafyrirtækin Citigroup, Goldman Sachs og Lehman Brothers leiddu lækkun slíka fyrirtækja í dag, sem sendi hlutabréfavísitölu fjármálafyrirtækja niður í fjögurra ára lágmark. AIG leiddi lækkanir allra hinna 24 tryggingafélaga sem eru inn í Standard & Poor's-vísitölunni.

Gullverð náði sögulegu hámarki í dag og stóð únsan í 992 dollurum á tímabili í dag.

Olíuverð hækkaði um 0,38% og kostar tunnan nú 100,48 dollara.