Fjármáladagurinn verður haldinn á morgun í fjórða sinn af IFS og HR á Hilton Reykjavik Nordica. Um er að ræða ráðstefnu þar sem fjallað verður um þróun Fintech og það sem framundan er í fjármálum fyrirtækja.

Meðal fyrirlesara verður Rohit Talwar auk þess sem erlendur prófessor frá University of Bath School of Management fjallar um þá fjárfestinga möguleika megi finna í Fintech. Rágjafi frá Ernst and Young fjallar í kjölfarið um Fintech og hvort það sé framtíðin í fjármálaþjónustu. Stjórnendur Meniga og Karolina Fund tala að lokum um sína reynslu og hvaða áhrif þeir telja að Fintech muni koma til með að hafa.

Síðari hluti ráðstefnunar tekur til fjármálastjórnunar og munu sérfræðingar frá Arion banka fara yfir stöðu efnahagsmála.  Hrönn Sveinsdóttir fjármálastjóri Vodafone fjallar um breytt hlutverk fjármálastjóra og segir frá sinni reynslu.  Við henni tekur síðan erlendur ráðgjafi á sviði fjárstýringar, Roger Tristram, sem mun veita ráleggingar um hvernig hægt sé að bæta fjárstýringu fyrirtækja.

Undir lok dags mun Landsbankinn annarsvegar fjalla um áhrif losun hafta og þau tækifæri og ógnanir sem fyrirtæki standa frammi fyrir.  Hins vegar verður farið yfir þær forsendur og möguleika sem felast í fyrirtækjaskuldabréfum.

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum fyrirtækja og stofnana, fjármálastjórum, fjármálasérfræðingum, tölvusérfræðingum, frumkvöðlum og öðru áhugafólki um fjármál fyrirtækja og fjármálatækni.