Fundi þingsins á Kýpur sem átti að vera í dag hefur verið frestað. Greint var frá þessu í morgun en á fundinum stóð til að ræða mögulega fjárhagsaðstoð Alþjoða gjaldeyrissjóðsins og Evruríkjanna vegna efnahagsvanda sem íbúar Kýpur glíma nú við.

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC er í dag haft eftir Nicos Anastasiades, forseta Kýpur, að samkomulagið sé sársaukafullt fyrir landsmenn en nauðsynlegt ef komast eigi hjá gjaldþroti. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur mótmælt samkomulaginu og ríkir ólga meðal landsmanna. Í tillögum um samkomulag um fjárhagsaðstoðina er meðal annars gert ráð fyrir sérstökum skatti á bankainnstæður.

Þingfundi hefur verið frestað þar til á morgun.