Fjármálaeftirlitið birti í gær niðurstöður um að íslensk fjármálafyrirtæki standist álagspróf sem mælir styrkleika gegn efnahagsáföllum, segir greiningardeild Landsbankans

Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi 20% virðisrýrnunar útlána, 35% niðurfærslu hlutabréfaeignar í innlendum félögum, 25% niðurfærslu hlutabréfaeignar í erlendum félögum, 7% niðurfærslu markaðsskuldabréfaeignar og 20% veikingu krónunnar.

Útreikningar fjármálaeftirlitsins á áhrifum álagsprófsins á eiginfjárstöðu íslensku bankanna sýnir að þeir standist árunina án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir 8%, segir greiningardeildin.