Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að veita frest til 25. maí næstkomandi til þess að stofna dótturfélag og ljúka yfirfærslu eigna og útgáfu skulda- og tryggingaskjala vegna Spron. Fyrri frestur eftirlitsins miðað við að þessu væri lokið í dag, 6. apríl.

Þegar FME setti Spron undir skilanefnd var miðað við að Nýi kaupþing banki hf. yfirtæki skuldbindingar Spron vegna innstæðna. Var miðað við að allir skilmálar umræddra innlána um tímalengd, vaxtakjör og mynt yrði óbreytt gagnvart Nýja Kaupþingi banka hf. Bankinn átti þó ekki að yfirtaka innlánaskuldbindingar Spron sem stofnað hafði verið til með þeim hætti að kröfueigandi samkvæmt skuldabréfi og/eða öðrum sambærilegu skuldaskjali hefur fengið kröfu sína greidda fyrir gjalddaga en á sama tíma hefur verið stofnað til innláns hjá Spron.

Þá átti Nýi Kaupþing ekki heldur að taka yfir peningamarkaðsinnlán frá fjármálafyrirtækjum sem kunna að eiga innlán hjá Spron.