Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa sent lið til keppni í liðakeppni Mottu­mars þetta árið. Sum liðin ganga undir nafni viðkomandi fyr­irtækis en önnur hafa fundið frumlegar leiðir til að snúa á nöfnin. Þar á meðal er Mottueftirlitið, lið Fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið virðist ekki síður hafa gott auga með fjármálageiranum og eigin starfsmönnum en á síðu Mottueftirlitsins í Mottumars segir að sumir starfsmenn hafi byrjað með hreinan skjöld í tilefni mánaðarins en aðrir þjófstartað og safnað í myndarlega mottu. Skeggprútt lið Fjármálaeftirlitsins hafði síðdegis í gær safnað 26.500 krónum og vermdi 29. sæti í fyrirtækjakeppninni.

Lið Norðuráls leiddi hins vegar lestina en fyrirtækið hafði í gær safnað 545 þúsund krónum. Það er meira en tvöfalt hærri fjárhæð en skeggprúðir starfsmenn Vodafone sem eru í öðru sæti hafa safnað í mánuðinum. Lið Arion banka er svo í fjórða sæti með 155 þúsund krónur í bauknum þegar þetta er skrifað.

Í lok mánaðar kemur í ljós hvernig árangur Valitor, Umboðs­ manns skuldara, Utanríkisráðuneytisins, Vegagerðarinnar og fleiri verður í keppninni.