Fjárlagafrumvarp næsta árs fékk græna ljósið á Alþingi í dag með stuðningi 28 þingmanna. Enginn kaus gegn því en 26 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Níu voru fjarverandi.

Ef rýnt er í hlutfallslega skiptingu atkvæða var stuðningurinn við fjárlagafrumvarpið 41% á móti 55,6 sem ýmist sátu hjá eða voru fjarverandi.