Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin þurfi að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum, enda fari ekki á milli mála að mörg þeirra hafi misst tök á rekstrarkostnaði.

Hann segir að hjá Kaupþingi geti menn dregið úr kostnaði á öllum sviðum og það sé skylda stjórnenda bankans að gera það. Hreiðar Már segir að með nýrri innlánaafurð Kaupþings, Edge, sé í reynd verið að gera langtímastefnubreytingu í fjármögnun bankans.

Í helgarblaði Viðskiptablaðsins er rætt við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings.

Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nú þegar, frá kl. 21:00 í kvöld, lesið blað morgundagsins á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .