Bandaríkin eru stödd í vítahring sem gæti stækkað og náð loks utan um alþjóðahagkerfið. Fjármálakreppan hefur leitt til alvarlegrar lausafjárþurrðar sem gerir niðursveifluna í Bandaríkjunum verri en ella: Hún leiðir til meira taps á fjármálamörkuðum og grefur þar af leiðandi undan stoðum heildarhagkerfisins. Það er alvarleg hætta á að bandaríski fjármálamarkaðurinn bræði úr sér vegna þess að feiknalegar lánsfjárog eignabólur eru að springa.

Vandinn snýst ekki lengur um undirmálslán á fasteignamarkaði heldur „undirmáls“ fjármálakerfi.

Lesið erlenda skoðun Nouriel Roubini í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.